Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

19.01.2013 21:31

Ingimundarbátur

Núverandi eigendur bátsins eru þeir feðgar Birkir Þór Guðmundsson og Guðmundur Björn Birkisson og ætla þeir að gera bátinn upp og eru þegar byrjaðir.  Þeir fóru á bátanámskeið til að læra undirstöðuatriðin í bátasmíði hjá þeim Hafliða Aðalsteinssyni og Eggerti Björnssyni.  

Ég mun svo fylgjast með lagfæringunni á bátnum eftir því sem ég get.  Fylgjast má með uppgerð bátsins hér á þessari vefsíðu: http://hraun2.is/ 
Á þessari síðu eru þeir með vídeó þar þeir settu saman um lagfæringarnar.  Reikna með fleiri svoleiðis svo endilega kíkið á síðuna þeirra.

Frásögn sú sem Guðmundur Valdimarsson sagði mér, er hann taldi sig vita hvaða bátur þetta væri reyndist ekki rétt.  Birkir las hana yfir og kvaðst nánast vera komin með sögu þessa báts og það passaði ekki við sögu Guðmundar.  Hér kemur það sem Birkir sagði mér og þegar sagan verið öll komin þá mun ég uppfæra söguna.

Birkir sagði að þeir vissu að báturinn hafi verið í eigu grásleppukarla á Álftanesi.  Af Álftnesingum hafi þeir fengið staðfestingu að Sigurður Egilsson skipasmiður í Vogum hafi átt bátinn í 30 ár.  Sigurður lagfærði bátinn talsvert.  Setti í hann svigbönd og fleira.  Á eftir Sigurði eru tveir eigendur áður en hann komst í eigu þeirra feðga.  Í bátnum er Albin mótor.  Báturinn er udnir 6 metrum og því aldrei skráður.  Meira síðar............................

03.03.2011
Sá þennan bát í Bátastöðinni.  Búið er að skipta um framstefni og kjöl.  Talsvert verk fyrir höndum sýnist mér.  Meira síðar.

Þessi Albin vél fer í bátinn.


28.01.2012
Búið er að setja í bátinn ný bönd.  Finnst þau veigalítil en þau eru svipuð og þau sem fyrir eru.  Persónulega finnst mér þau veigalítil en hvað veit ég um það.  Hef komið oft í Bátastöðina og þá hefur lítið verið að gerast með þennan bát.  Nú er eitthvað að gerast og vonandi heldur það áfram.19. janúar 2013
Ég hitti þá feðga, Guðmund og Birki í dag en ég var að taka myndir þegar þeir komu.  Ég hafði þá ekki myndað bátinn í talsverðan tíma.  Nú eru þeir á fullu að gera við.  Veit að þeir skruppu á eitt námskeið um bátasmíðar áður en þeir birjuðu á lagfæringunum.  Búnir að setja bátinn upp á palla svo þeir hafi betri vinnuaðstöðu.  Þá er búið að rífa nokkur umför af botni bátsins.  Afturstefnið farið af og veri að smíða nýtt.


Nýtt afturstefni á borðinu, gamla stendur og báturinn á pöllunum.


Birkir heflar niður nýja afturstefnið meðan gamla stendur og fylgist með að allt sé í lagi.


Búnir að setja skapalón í allan bátinn.


Gömul borð úr bátnum og gamla stýrið.  19. janúar 2013

29. janúar 2013
Leit inn í Bátastöðina í dag.  Hitti á Guðmund og Birki en þeir eru að vinna á fullu við að gera bátinn upp.  Birkir sagði mér að þeir hafi litið inn í Bátastöðina eitt sinn og voru að leita að bát.  Þegar Birkir sá þennan bát þá fannst honum þetta vera báturinn sem þeir ættur að fá.  Þeir náðu samkomulagi við eigandann, sem var búinn að skipta um framstefni, hluta af kili og setja eitthvað af böndum.  Þeir keyptu bátinn á 80.000 krónur en það var sú upphæð sem búið var að eyða í efniskostnað í bátinn.  Eins og áður hefur verið sagt þá skruppu þeir feðgar á námskeið í bátasmíði og hófust svo handa við viðgerðina.  Í fyrstu rifu þeir allt í burtu sem búið var að gera og meira til.
Í dag sá ég að þeir voru að vinna í kjalböndunum og gera þau klár og ætluðu að koma þeim undir í kvöld.  Þá var Guðmundur að sníða til sauminn.  Þá ákvað ég að mynda helstu samsetningar á stefnum og kilinum.


Samskeiti þar sem kjöldur og stefni koma saman með styrkingu.  29. janúar 2013


Samskeiti á kilinum.  29. janúar 2013


Afturstefni og kjölur koma saman.  29. janúar 2013


Guðmundur gerir sauminn klárann.  29. janúar 2013

05. febrúar 2013
Birkir var einn í Bátastöðinni þegar ég leit inn.  Hann var að vinna við kjalsíðurnar, en hluti þeirra var kominn upp en það vantaði á endann að aftan.  Hann mældi, slípaði, mældi, slípaði o.s.frv.  Greinilegt að það er vandað til verksins, enda vitum við að ef það er ekki gert er óvíst að báturinn fljóti :-).  Verkið gengur þokkalega áfram.  Þegar kjalsíðurnar verða komnar á og fyrsta umfarið þá fer að ganga hraðar.  Fleiri myndir í albúminu.


Kjalsíður komnar á að hluta.  05. febrúar 2013


Birkir mælir. 05. febrúar 2013


Birkir notar slípirokk til að vinna kjalsíðuna niður.  05. febrúar 2013


Birkir mælir meira.  05. febrúar 2013

05. mars 2013
Hitti á þá feðga í Bátastöðinni, en þar var talsverður kuldi enda -7 gráður úti.  Kuldinn hélt þó ekki aftur af þeim við uppgerðina á bátnum.  Nú eru þeir búnir að setja fjögur umför og voru að byrja að setja það fimmta.  Þetta virðist ganga vel hjá strákunum og lítur vel út.  Birkir kvaðst hafa fengið lærimeistarana, Hafliða og Eggert í heimsókn og þeir hafi sagt að hann mætti halda áfram með verkið.  Ég myndi halda að það væri þar með búið að útskrifa þá.  Fleiri fréttir eru að nú þarf að tæma húsið fyrir 1. maí minnir mig að Birkir hafi sagt en eigandinn ætlar að nota húsið í eitthvað annað.  Birkir hélt að það væri í lagi þeirra vegna því þeir yrðu líklega búnir fyrir 1. maí.  Varðandi sögu bátsins þá á eftir að bera saman upplýsingar sem þeir feðgar hafa fengið og þær sem ég hef fengið, hvort þetta smelli saman, kemur í ljós síðar.  Fleiri myndir í albúmi.


Guðmundur stígur stríðsdans við að brjóta ísinn í flöskunni.  Gufa stígur upp af hitastokknum.


Hluti af fimmta umfari komið í hitastokkinn.  Bátastöðin 05. mars 2013


Fjórða umfarið komið á.  Bátastöðin 05. mars 2013


Feðgar vinna við bátinn.  Bátastöðina 05. mars 2013

20.04.2013
Kíkti inn í Bátastöðina.  Bátur þeirra feðga hefur aldeilid tekið breytingum frá því ég sá hann síðast.  Nú eru öll umförðin komin á sinn stað og þeir byrjaðir á böndunum inn í bátinn.  Lítur mjög vel út og ekki hægt að sjá annað en að vel sé vandað til verksins.
Fyrstu tvær myndirnar fékk ég að láni frá þeim feðgum, af síðunni hraun2.is en þar er hægt að fylgjast með uppgerð bátsins. 


Svona lítur báturinn út.  Bátastöðin 20. apríl 2013


Vinna hafin við böndin.  Bátastöðin 20. apríl 2013Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 133
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 3154662
Samtals gestir: 237214
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 16:21:59