Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

28.11.2012 20:52

Litlitindur var þriðji

5659 Litlitindur VE 326

Smíðaður í Bátasmiðju Breiðafjarðar í Hafnarfirði 1954.  Eik og fura.  3.83 brl. 22 ha. SABB vél.

Litlitindur er þriðji báturinn í röðinni af DAS bátunum.  Hann var dreginn út 3. apríl 1955 og var Haraldur Sigurðsson, Reykjavík sá heppni.


Haraldur Sigurðsson ásamt sonum sínum við Litlatind  Mynd úr safni DAS

Haraldur virðist hafa selt bátinn strax því næsti eigendi er Jóel Guðmundsson, Háagarði í Vestmannaeyjum, frá 1954.  Báturinn var endurbyggður í Vestmannaeyjum 1961.  Seldur 19. maí 1961 Einari Ágústssyni, Pétursborg Fáskrúðsfirði, hét Litlitindur SU 326.  Seldur 9. júní 1967 Bergkvist Stefánssyni, Baldurshaga, Fáskrúðsfirði.  Seldur 1. júní 1973 Jóhannesi Jóhannessyni og Sævari Níelssyni, Fáskrúðsfirði.  Heitir Litlitindur SU 508.  Báturinn talinn ónýtur og tekinn af skrá 12. febrúar 1986.

Á Tímarit.is fann ég grein úr DV frá þriðjudeginum 18. júní 1985 en þar er rætt við Sævar og Jóhannes eigendur Litatinds.  Þeir félagar hafa gert út Litlatind SU 508, 3,8 tonna bát í 13 ár frá Fáskrúðsfirði.  Þarna er sagt frá því að þeirra síðustu vertíð á Litlatindi sé lokið, nýr bátur tekur við hans hlutverki.

Ræddi við Jóhannes Jóhannesson annan eiganda Litlatinds.  Þegar þeir keyptu bátinn frá Vestamannaeyjum þá var hann með húsi.  Jóhannes sagði að þeir hafi skipt um stýrishúsið.  Þegar þeir keyptu bátinn þá var 16 ha. SABB vél í bátnum og fljótlega eftir að þeir keypti skiptu þeir um vél og settu 22 ha. SABB vél í bátinn.

Jóhannes sagði að þeir hafi selt Litladins 1986 á Stöðvarfjörð.  Man ekki nafn þess sem keypti bátinn.  Jóhannes hélt að báturinn hafi aldrei verið notaður eftir að hann kom til Stöðvarfjarðar, hann hafi endað uppi í fjöru.

Hver átti bátinn á Stöðvarfirði?
Hvað varð um bátinn?..............................meira síðar


DV-mynd Ægir, af Tímarit.is

Sögusagnir:
Ég hef heyrt sagt að allir DAS bátarnir hafi verið eins.  Það er ekki rétt og það er hægt að sjá það á myndinni af Litlatind.  Umförin á Litlatind eru 10.  Ef talin eru umförin t.d. á Súlutindi þá er hann alla vegna með 13 umför eða 12,5 umför.  Þá má sjá að Litlitindur er ekki með stýrishúsi þegar hann er afhentur og þá er frágangur á stefni annar og kappinn framaná er annar en á hinum bátunum.  Eitt sinn heyrði ég sagt í gríni að Litlitindur hafi verið smíðaður úr afgangstimbri og því hafi báturinn orðið minni, ekki til nóg til að hafa hann jafnstóran hinum.  Sel það ekki dýrara en ég stal því.

Heimildir:

Íslensk skip, bátar

Tímarit.is

Munnlegar upplýsingar, Jóhannes Jóhannesson

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 113
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 3154642
Samtals gestir: 237214
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 15:50:22