Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

28.10.2012 21:35

Rjúpa var það heillin

Rjúpnaveiðitímabilið er hafið.  Sumir fagna því en aðrir eru algerlega á móti veiðum á rjúpu.  Ég er ekki á móti að menn veiði sér rjúpu í jólamatinn en ég er á móti magnskotveiðum.  Ég er löngu hættur veiðum á rjúpu þ.e. að drepa rjúpu en þess í stað þá tek ég myndir af þeim.  
Ég hafði tekið mér smá frí og var í sumarbústað þann 23. október s.l. þegar tveir rjúpukarrar skelltu sér ofan á súmarbústaðinn.  Annar settist á bústaðinn sjálfan en hinn á geymsluna.  Myndavélinni var lyft og nokkrar myndir teknar.
Sú sem sat á þaki bústaðarins var sýnilega styggari og flaug fljótlega á brott, náði þó þessari mynd þar sem hann ropar.  Þá vissi ég að það væri ekki langt í að hin færi líka en þegar ég fór upp tröppur sem eru við geymsluna og var komin í svipaða hæð og rjúpan þá sat hún hin rólegasta.  Ég smellti nokkrum myndum af þessari rjúpu líka.  Þegar hún var búin að fá nóg fór rjúpan á eftir hinni. 


Rjúpa á bústaðnum.  23. október 2012


Rjúipa á geymsluþakinu.  23. október 2012


Rjúpa á geymsluþakinu. 23. október 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 721
Gestir í dag: 148
Flettingar í gær: 570
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 325965
Samtals gestir: 31276
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 21:09:23