Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

20.08.2012 22:49

Bátar við Bjarneyjar

Þessi mynd hangir uppi á vegg á heimili tengdaforeldra minna í Stykkishólmi.  Ég tók mynd af henni og yfirheyrði Einar tengdapabba minn um myndina.

Bátarnir á myndunum eru, talið frá vinstri: 
Svava ÍS 76, smíðaður í Bolungarvík 1928. Fura. 0,91 brl. í eigu Jakobs Dagssonar, Ystu búð Bjarneyjum.  Báturinn stendur þarna í Miðbúðarvör. Jakob bjó á Ísafirði og hefur flutt bátinn með sér til Bjarneyja þegar hann flutti þangað.  Jakob var síðasti ábúandinn í Bjarneyjum.

Naumur BA 159, Smíðaður í Rúfeyjum 1913.  Fura.  1,4 brl. Eigendur Stefáns Stefánssonar og Eyjólfur Jens Stefánsson Gerðum, Bjarneyjum, Breiðafirði. Báturinn stendur þarna í Magnúsarbúðarvör.

Mardöll, í eigu Jóns Ólafssonar Ystubúð, Bjarneyjum.  Báturinn stendur þarna í Ystubúðarvör.

Ljósmyndin er tekin af Fjólu Steinþórsdóttur, systir Einars tengdapabba míns.  Myndin er tekin við Miðbúðarkletta, í norðausturátt í átt að Gerðarbæ.  Einar segir að á myndinni sé svokallað smástraumsflóð.  Eftir því sem mér var sagt þá lét Steinþór Einarsson framkalla nokkrar svona myndir og lita þær, hann gaf síðan börnunum sínum myndirnar.


Svava, Naumur og Mardöll við Bjarneyjar.


Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 1179
Gestir í dag: 120
Flettingar í gær: 810
Gestir í gær: 163
Samtals flettingar: 327233
Samtals gestir: 31411
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 12:30:03