Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

09.08.2012 17:18

Svona er náttúran

Áður en ég myndaði lómana sem eru í færslunni hér á undan varð ég vitni af atburði sem lýsir enn og aftur hvernig náttúran er eða virkar.  Þetta gæti því flokkast sem sorgarsaga fyrir suma.

Þannig var að ég stóð úti á palli við sumarbústaðinn sem við hjónin vorum í.  Ég var að fylgjast með fuglalífinu og hlusta á hlóð þeirra og köll.  Vatnið var spegilslétt og sólin skein.  Allt var eins og best getur verið.

Ekki langt frá mér sá ég skúfandarkollu með einn unga.  Unginn gæti hafa verið tveggja vikna gamall á að gíska.  Skammt utar á vatninu var lómur.  Ég sá lóminn stefna að kollunni og unganum.  Kollan varð þessa var líka og gaf frá sér merki og hún og undinn stefna rólega að landi.  Þá kafar lómurinn og um leið fór kollan á fullt skrið að landi og unginn líka.  Ég sá að kollan og unginn myndu ná landi svo ég var ekki að lyfta myndavélinni sem ég hélt á í hendinni.  Ég sé svo að kollan og unginn ná landi og leit ég þá eftir lómnum.  Hann kom upp og snéri strax frá.

Útundan mér sé ég svo að silfurmáfur tekur flugið og sé ég þá að hann er með ungan sem slapp undan lómnum í goggnum.

Ég hafði ekki séð máfinn, hvort hann beið á landi eða koma og steypti sér yfir ungan veit ég ekki, sá það ekki.  Sá bara þegar hann flaug á brott með ungann.  Þarna fannst mér þetta vera frekar ójafn leikur, lómurinn réðist að kollunni með ungann og þau sluppu á land til þess eins og máfurinn tók ungann og át hann svo í hlíðinni ofan við bústaðinn.  Kollan flaug svo fram og til baka á vatninu kallandi.


Hér er kollan á einni af ferðum sínum eftir að unginn var tekin frá henni, 28. júlí 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 611
Gestir í dag: 124
Flettingar í gær: 570
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 325855
Samtals gestir: 31252
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 16:39:14