Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

15.07.2012 20:51

Bogkrappi/strandkrabbi

Fjölskyldan leit við í Herdísarvík svona rétt til að kíkja á tilraunaveiðar sem þar fara fram.  Þarna er Joe David með GB Túttuna og hefur verið að dýptarmæla og nú það nýjasta að leggja krabbagildru og þá hefur hann einnig kíkt eftir fiski.  Þegar ég dróg krabbagildrurnar í land í dag þá var slatti af kröbbum í gildrunum.  Þarna var um að ræða Bogkrabba eða Strandkrabba eins og hann er líka kallaður.  Ekki vissi ég nafn krabbans fyrr en heim kom og flett var á netinu þá kom þetta strax í ljós.

Bogkrabbi/strandkrabbi, Herdísarvík 15. júlí 2012


Bogkrabbi, strandkrabbi, Herdísarvík 15. júlí 2012

Bogkrabbi (Carcinus maenas) (E) shore crab, European green crab.

Bogkrabbi, einnig kallaður strandkrabbi hefur 5 pör gangfóta og fremsta parið myndar gripklærnar. Öftustu fæturnir eru að nokkru leiti flatir.  Litur bogkrabba getur verið dökkgrænn og grár.  Einnig er hann oft brúnn, grænleitur og gulur eða appelsínugulur (elstu dýrin).  Á vissu stigi (oft ungviði) er hann með hvítum skellum.  Skel bogkrabba getur orðið allt að 6 cm. að lengd og um 9 cm. að breidd.  Bogkrabbann má þekkja á 5 göddum á hvorri hlið hans og 3 hnúðum á milli augna hans.
Grein um bogkrabba má finna ef þú setur slóðina sem er hér neðan við inn í leitarvélina.  


5 gaddar á hvorri hlið og 3 hnúðar á milli augna.  Bogkrabbi einnig kallaður strandkrabbi

Upplýsingar
http://staff.unak.is/hreidar/Skjol/Sumarverkefni_2010_Krabbar_Halldor.pdf
eftur Halldór Pétur Ásbjörnsson, Vannýttar auðlindir? Krabbar við Íslandsstrendur

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 216
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 253
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 2889969
Samtals gestir: 219759
Tölur uppfærðar: 23.7.2019 13:26:31