Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

01.07.2012 12:24

Herdísarvík

Við hjónin skruppum í Herdísarvík í gær, 30. júní 2012, meðan á forsetakosningarnar stóðu yfir.  Jói Davíðs hafði boðið þeim sem vildu að koma en hann ætlaði að vera með einhvern gjörning, ef svo má að orði komast.  Veðrið var frábært og fólkið sem kom var einnig frábært.  Myndavélin var á lofti svo og fimm kallar á sviffallhlífum eða hvað þetta heitir en þeir svifu með fjallinu. 
Fyrir þá sem ekki vita þá bjó Einar Benediktsson skáld m.a. í Herdísarvík og gaf hann Háskóla Íslands Herdísarvík 28. september 1935.  Mikil saga er á bak við þennan stað og fengum við að heyra hluta hennar frá manni sem mætti halda að hafi lifað þessa tíma.  Ég er auðvitað að tala um Jóa Davíðs.  Í Herdísarvík var eitt sinn róið til fiskjar og talið að frá því það lagðist af hafi ekki verið settur bátur á flot við Herdísarvík. 
Ákveðið hafði verið að setja bát á flot og mæla dýpi lónsins og jafnvel renna fyrir fisk.  Báturinn fór á flot og skipstjóri og vél.......stjóri fóru af stað.  Smá vindur setti strik í reikningin þar sem báturinn gekk fyrir handafli var erfitt um vik.  Þó náðist sá merki áfangi að prófa þær græjur sem til staðar voru og fyrsta mæling var tekin á dýpi lónsins við austurhorn á Hestaskeri, þar mældist dýpið 3,1 meter.  Þar sem ekki var hægt að athafna sig á lóninu þá var ekki athugað með fiskigengd, það kemur síðar.  Hugmyndin er að fara og klára þessar mælingar síðar og skrá niður á vísindalegan hátt.
Eftir þennan vísindalega leiðangur var farið austurfyrir Herdísarvík, þar niður í fjöru, man ekki heitið á þeim stað.  Þangað fór hluti hópsins og var slegið upp veislu til að halda uppá þennan merka árangur að bátur hafi verið settur á flot og upphaf vísindalegra rannsókna hófst. 
Ég vil þakka Jóa Davíðs og auðvitað öllum hinum fyrir samveruna.  Þetta var frábær stund með góðu fólki.

Smá myndasería hér og fleiri myndir í albúmi.  Smellið á fyrstu myndina og þá getiði skoðað myndaalbúmið.


Herdísarvík, 30. júní 2012


Við Herdísarvík, kaffið gert klárt, 30. júní 2012


Síðasta mynd sem talin er hafa verið tekin af Einari Benediktssyni skáldi.  Herdísarvík 30. júní 2012


Mynd af mér til að sýna að ég hafi verið á staðnum, 30. júní 2012


Guðbjörg, 30. júní 2012


Einn af drekamönnunum, 30. júní 2012


Sjómenn dáðadrengir, 30. júní 2012


Þeir strönduðu Túttunni, 30. júní 2012


Hér mældist dýpið 3,1 meter, 30. júní 2012


Sannir sjóarar taka í nefið, 30. júní 2012


Aaaatsjúúúúúúú...........30. júní 2012


Það var lagt á borð........stein meina ég, 30. júní 2012


Magnús kveikti upp, 30. júní 2012


Hluti hópsins, 30. júní 2012


Humrinum helt á matarborðið, 30. júní 2012


Það fannst risasleikjó á staðnum.  30. júní 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 243
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 253
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 2889996
Samtals gestir: 219759
Tölur uppfærðar: 23.7.2019 14:04:23