Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

23.05.2012 22:17

Blær

Það var Björn Jóhannsson Arney sem smíðaði bátinn, ekki vitað hvaða ár.  Sabb vél, einsstrokka, tæplega 6 metra langur.

Báturinn hét Sæsteinn áður en hann fékk nafnið Blær.

Eigendasaga:
Vantar mikið í þessa sögu og nöfn manna. ????????????

Jakob Kristinn Gestsson frá Hrappsey, kallaður Diddó.  Faðir hans var Arelíus Gestur Sólbjartarson frá Bjarneyjum á Breiðafirði.  Samkvæmt upplýsingum frá Jakobi Jakobssyni þá man hann ekki hvernig Sæsteinn kom til.   ....?

Jakob Pálsson Hamri og Hörður Sveinsson Ynnri Múla kaupa bátinn, sem hét Sæsteinn, í kringum 1996 og áttu hann í tvö ár.  Keyptu bátinn frá manni í Stykkishólmi en þá hafði báturinn verið búinn að standa eitthvað.  Þeir ætluðu sér í upphafi að setja bátinn á flot en var ráðlagt að gera það ekki.  Þegar þeir setja svo á flot þá náttúrulega lak báturinn en þétti sig og þeir hafi notað bátinn sér til ánægu.  Seldu mönnum frá Ísafirði bátinn í kringum 1998.
Gunnlaugur Valdimarsson og Halldór Sigurgeirsson kaupa bátinn af tveimur strákum frá Hamri, (Jakob og Hörður) sem er milli Haga og Brjánslækjar, á árabilinu 1995-1998.  Þannig hafi verið að þessir strákar keyptu bátinn og gerðu hann út á grásleppu.  Þeir hafi keypt bátinn af Diddó í Hrappsey, en Diddó er sonur Gestar Sólbjartarsonar.
Að lokinni grásleppuvertíð hafi strákarnir ætlað að taka bátinn í land.  Þeir settu tóg í stefni bátsins og þegar togað hafi verið í hafi það rifnað af.   Þannig var ástand bátsins þegar Gulli og Halldór keyptu hann.  Gulli sagði að þeir hafi gert bátinn upp.  Þegar þeir keyptu bátinn hét hann Sæsteinn og þegar hann seldi bátinn suður á Álftanes þá hafi hann borið sama nafn.

Jörfi á Álftanesi?????
Árni Vill kaupir hann frá Álftanesi af einhverjum ljósmyndara var mér sagt.

Akranesstrákur????
Marel Einarsson kaupir bátinn af strák á Akranesi.  Marel á bátinn frá 2003/4-2007.
Selur Herði Jónssyni bátinn.  Hörður á bátinn í eitt ár, frá 2007-2008.
Hörður selur Friðgeiri Sörlasyni bátinn sem á hann árið 2009.
Friðgeir selur síðan einhverjum manni í Mosfellsbæ bátinn. (hugsanlega Guðlaugur Jörundsson)

Þann 20. maí 2011 er eigandi bátsins Guðlaugur Jörundsson.  Hann auglýsir bátinn til sölu á facebook síðu Súðbyrðingur.

Þann 09. október 2011 er búið að selja bátinn til Hafnar í Hornafirði en hann stendur á athafnasvæði Snarfara.  Það var Lárus Óskarsson sem keypti bátinn og flutti hann til Hafnar.  Lárus ætlaði að gera eitthvað fyrir bátinn en ekkert varð af því.  Báturinn hafði því drabbast niður.

Í mars 2012 kaupir Garðar bátinn.  Hann skiptir um nafn og nú heitir báturinn Alda, eftir fyrri bát sem Garðar átti til fjölda ára.  Garðar hefur verið að taka bátinn í gegn og vonast til að koma Öldunni á flot í sumar.  M.a. hefur Garðar verið að skipta út saumi og lagfæra tréverk, þar á meðal ónýt bönd í skrokknum og á enn eftir að skipta út fleiri böndum.  Báturinn er þó að verða sjóklár.  Garðar er að taka upp vélina því hún blæs út með heddinu og hann reiknar með að það sé nóg að taka það upp og skipta um pakkningu og þá verði vélin klár.  Garðar vonast til að koma bátnum á flot í júní eða júlí, vill að hann þétti sig áður en hann hefst handa við meiri skrokkviðgerðir.

22. desember 2014.  Nú er þessi bátur kominn aftur til Húsavíkur þeir bræður mínir Ægir og Viðar  voru að koma með hann norður, það er örugglega rétt hjá Adda hann er ekki smíðaður á Húsavík. 

Meira síðar..........................


Ég á mikið verk óunnið við að finna sögu þessa báts en þetta kemur í rólegheitum, vonandi alla vegna.  Ef einhver les þetta hrafnaspark og getur bætt við þetta sem komið er endilega senda mér línu.


Blær, Reykjavík 09. október 2011


Alda eins og hún lítur út í dag.  Mynd frá Garðari, birt með leyfi hans.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 799
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 316319
Samtals gestir: 30682
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 09:39:58