Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

13.05.2012 18:48

Ella SH 28

5006 Ella SH 28
Smíðaður í Hafnarfirði 1973.  Eik og fura.  1,73 brl. 10. ha. Farymann vél.
Eigandi Matthías Björnsson Gíslabæ, Breiðuvíkurhreppi frá 31. janúar 1974.  Báturinn hét Ingibjörg SH 190, 5006.  Báturin var seldur 17. júlí 1975 Lárusi Ingibergssyni Akranesi, hát Rá AK 7.  Seldur 22. mars 1977 Björgvini Þorvarðarsyni, Stykkishólmi, hét Ella SH 28.  Seldur 25. apríl 1994 Hildibrandi Bjarnasyni, Bjarnarhöfn II, Snæfellsnesi, saman nafn og númer.

1996 var stofnað "Stórútgerðarfélag Mýramanna" (óskráð félag sem hafði það að markmiði að gera út á hamingju) sem Ásgeir Ásgeirsson og Halldór Brynjúlfsson heitinn stóðu að og kaupa þeir trilluna af Hildibrandi sama ár 1996 n.t.t. 15. september.  Þá var komin Sabb 18 ha. vél í hana.
Árið 1997 er stýrishús endurnýjað og breytt frá fyrra útliti og nokkrar endurbætur gerðar á skrokknum svo og vél.
Var Ellan nú á Brákarsundi næstu sumur og réri "Stórútgerðarfélag Mýramanna" nokkrum sinnum á sumri til fiskjar undan Mýrum eða allt til ársins 2005.
Halldór Brynjúlfsson lést árið 2007 og fer þá eftirlifandi eiginkona hans Ásta Sigurðardóttir með hans hlut en Ásgeir Ásgeirsson ánafnaði Arinbirnir Haukssyni og Sigurði Halldórssyni sinn hlut árið eftir.
Árið 2009 eignast Rúnar Ragnarsson hlut Ástu í Ellunni og gerir hana klára á Brákarsund og er hún þar við festar það sumar.
Árið 2010 eignast Pétur Geirsson hlut Rúnar Ragnarssonar og enn er Ellan gerð klár á Brákarsundið og er þar um sumarið en ekkert var róið þessi sumur (2009 og 2010) vegna ástands bátsins.
Núvernadi eigendur eru, Pétur Geirsson, Arinbjörn Hauksson og Sigurður Halldórsson allir í Borgarnesi.
Til stendur að gera Elluna upp þegar færi gefst og er nú þegar búið að lagfæra og mála vélina.

Upplýsingar:
Íslensk skip, bátar, 3. hefti bls. 155 - Ingibjörg SH 190, 5006.
Grein úr mbl. Theodór höfundur greinarinnar sendi mér hana.
Arinbjörng Hauksson með aðstoð Theodórs Þórðarsonar, skfriflegar upplýsingar.

Ég myndaði Elluna þar sem ég sá hana í Borgarnesi 22. apríl 2012 s.l.  Búið er að taka húsið af bátnum og vélina úr honum.  Hér má sjá hvernig hún leit út, fleiri myndir í albúmi.


Ella SH 28, Borgarnes 22. apríl 2012


Vélin úr Ellunni.  Ljósmynd: Arinbjörn Hauksson


Ellunni siglt um Brákarsund.  Ljósmynd Arinbjörn Hauksson


Ella við legu í Brákarsundi, 28. júní 2009.  Ljósmynd:  Ásdís B.  Birt með leyfi Ásdísar.

Hér að ofan eru þrjár myndir sem ég fékk sendar og hef fengið leyfi til að birta.  Sabb vélin úr Ellu nýmáluð og flott.  Þá er mynd af Ellunni þar sem henni er siglt um Brákarsund. 
Að lokum er mynd sem Ásdís B tók af Ellunni við legu í Brákarsundi.  Ef þið smellið á myndina þá opnast Flickr síða Ásdísar.  Endilega kíkið á síðu Ásdísar, mikið af flottum myndum þar.

Theódór í Borgarnesi sendi mér þessa grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið 27. júní 2009 og læt ég hana koma hér ykkur til ánægju, vona ég.

Innlent | mbl | 27.6.2009 | 19:28

Ella lífgar uppá Brákarsund

 

Rúnar Ragnarsson kemur Ellunni sinni fyrir á Brákarsundinu. mbl.is/Theodór

 

Trillan Ella lífgar nú á ný upp á Brákarsund í Borgarnesi og er óspart notuð sem myndefni hjá ferðafólki. Þessi mynd var tekin þegar.

 

Ellan er forláta trilla af gömlu gerðinni. Það voru þeir Ásgeir Ásgeirsson og Halldór heitinn Brynjúlfsson sem að keyptu trilluna af Hildibrandi frá Bjarnarhöfn árið 1996. Þegar búið var að skvera hana af árið eftir og setja m.a. á hana nýtt stýrishús, fékkst leyfi til að setja hana niður við gamalt ból á Brákarsundið undir Brákarbrú. Þar var góð festa í heddi af gömlu Eldborginni sem gerð var út frá Borgarnesi á sínum tíma.

 

Undanfarin tvö ár hefur fólki fundist eitthvað vanta á sundið enda hefur Ellan ekki verið sett niður frá því árið 2006 þar til núna og setur hún nú aftur skemmtilegan svip á sundið.

 

Trillan var upphaflega frá Stykkishólmi og var nefnd eftir það merkilegri og ákveðinni konu, að ekki þótti ráðlegt af breyta nafninu á henni þótt hún færðist á milli bæjarfélaga enda hefur fleyið reynst vel til frístundaveiða á "borgfiski" út undir Þormóðsskeri og Grænhólma á liðnum árum.

Morgunblaðið/Theodór.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 3154628
Samtals gestir: 237214
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 15:18:28