Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

14.03.2012 20:21

7295 Fákur ÍS

Þegar ég fór að leita mér upplýsinga um þennan bát þá kom upp smá árekstrar með þeim upplýsingum sem ég fann.  í ljós kom á svo virðist sem þessi bátur hafi borið tvö skipaskrárnúmer, 5955 og 7295.  Þá er stærð þessara "tveggja" báta ekki sögð sú sama en á því geta verið skýringar.  Gunnar Th. sem eitt sinn átti Fák segir þetta sama bátinn og eftir gagngerar lagfæringar hafi báturinn verið endurskráður og fengið nýtt skipaskrárnúmer.  Gunnar sendi mér eftirfarandi upplýsingar: Skoðaðu hjá honum Jóni Páli. Hann birti mynd af Fáknum og í framhaldi sendi ég honum upplýsingar. Ég átti þennan bát á undan Tryggva og þá hafði hann allt annað skskrnr. (5955) Ruglingurinn varð þegar báturinn var endurskráður.

Hér fyrir neðan getiði lesið allt um þetta.

Í 2. bindi Íslensk skip, bátar kemur eftirfarandi fram, þar virðist talið að um tvo báta sé að ræða:
5955 Fákur ÍS 5
Smíðaður á Horni 1930 af Frímanni Haraldssyni.  Eik og fura.  2,13 brl. 5 ha. Skandia vél.  Eigandi Frímann Haraldsson og Kristinn P. Grímsson, Horni, Sléttuhreppi frá 1930.  Báturinn var seldur 9. júní 1953 Kjartani Guðjónssyni og Gústaf Ólafssyni, Bolungarvík, sama nafn og númer.  Um 1954 var settí bátinn 12 ha. Falcon vél.  Seldur í júní 1956 Þolkeli Sigmundssyni og Eggerti Haraldssyni, Bolungarvík, sama nafn og númer.  Hann var gefinn til Ísafjarðar fyrir nokkrum árum og er þar óskráður 1997. 
(Sjá bls. 89 í Íslensk skip, bátar)

7295 Fákur ÍS 162
Smíðaður á Horni 1933 af Frímanni Haraldssyni.  Eik og fura.  2.76 brl. 11 ha. Lister vél.  Eigandi Tryggvi Sigtryggsson, Ísafirði frá 17. september 1990, þegar báturinn var fyrst skráður.  Ekki er getið um eigendur fyrir þann tíma.  Báturinn er skráður á Ísafirði 1997. 
(Sjá bls. 90 í Íslensk skip, bátar)

Á síðu Jóns Páls kemur eftirfarandi fram:
Fékk póst frá Gunnari Th. sem sagði að báturinn er eða var Fákur ÍS (7295) sem áður fyrr var Fákur ÍS (5955) og var frá Bolungarvík. Hann var smíðaður 1930 af Frímanni Haraldssyni á Horni.

Á síðu aba.is kemur eftirfarandi fram:
Fákur ÍS-5
Stærð: 2,76 brl.  Smíðaár 1930.  Fura og eik.  Afturbyggður súðbyrðingur.  Vél 5 ha. Skandia.  Báturinn smíðaði Frímann Haraldsson til eigin nota er hann bjó á Horni.  Ragnar Jakobsson, Reykjafirði telur að Kristinn Grímsson, bóndi á Horni hafi staðið að smíðinni með Frímanni. Er Kristinn flutti til Ísafjarðar 1946 tók hann bátinn með sér og seldi hann 1953 Kjartani Guðjónssyni, Bolungarvík. Árið 1956 er eigandi bátsins Þorkell Sigmundsson, Bolungarvík en frá árinu 1990 Tryggvi Sigtryggsson, Ísafirði og hjá honum fær báturinn einkennisstafina ÍS-162 og fastanúmerið 7295.

Í 16. hefti ritraðar vestfirska forlagsins "Mannlíf og saga fyrir vestan" á bls. 10, í grein sem Hlynur Þór Magnússon færði í letur, segir Arnór Stígsson, Horni svo frá: "Frímann heitinn á Horni, föðurbróðir, smíðaði Fák en Jakob Falsson kom norður um tíma og aðstoðaði hann við smíðina. Þegar báturinn var fullsmíðaður var honum rennt á sjó niður brekkuna. Það var stór viðburður og mér afar minnistæður".  
Hjá Siglingastofnun er báturinn afskráður 29. ágúst 2002 vegna stórviðgerðar.
Endurgerð bátsins var unnin í Bolungarvík við Ísafjarðardjúp árið 2005 af hagleiksmanninum Guðfinni Jakobssyni frá Reykjarfirði nyrðri. 
Í Morgunblaðinu 4. júní 2008 kemur fram að báturinn sé aftur kominn á skrá og heiti nú Fákur ÍS-5. Hann er þá í eigu Þorkels Sigmundssonar, Bolungarvík og að einhverju leyti gerður út frá Horni þar sem hann var byggður.

Sjá má af neðanskráðu að á siglingu sinni við Hornstrandir hefur báturinn borið fleira að landi en hann í upphafi var smíðaður til.
Ein af hrikalegust sjóorrustum seinni heimsstyrjaldarinnar var háð á hafinu á milli Íslands og Grænlands 24. maí 1941 . Þar sökkti þýska orrustuskipið Bismarck, 35.000 smálesta stórt, enska orrustuskipinu Hood, 42.000 smálesta skipi, með einu skoti sem hæfði skotfærageymslu skipsins. Hood sprakk í loft upp og með því 1300 manna áhöfn. Golfstraumurinn olli því að lík enskra sjóliða tók að reka á Hornströndum. Að beiðni yfirvalda fóru menn á Fáki ÍS-5 og söfnuðu saman líkum, sem á reki  voru eða komin í fjöru og flutti báturinn þau að landi. Þar var smíðað utan um þessa ógæfusömu einstaklinga og þeim komið í vígða mold í kirkjugarði Furufjarðar.  Mörgum árum seinna grófu Bretar upp fimm líkanna og fluttu heim til Englands en það sjötta var talið af frönskum manni og um það hirtu breskir ekki. 

Ath.
Í ritinu "Íslensk skip. Bátar" 2. hefti á bls. 90 er Fákur ÍS-162 (7295) skráður.
Báturinn er sagður smíðaður á Horni 1933.  Ljóst er að þarna er um Fák ÍS-5 (5955) að ræða og er Ragnar Jakobsson, Reykjafirði sannfærður um að svo sé. Þrátt fyrir að mismunur sé á stærðartölum þessara báta þá segir það ekki alla söguna því alþekkt er að þessar tölur geta breyst frá einni mælingu til annarrar.

Upplýsingar: 
Íslensk skip, bátar, 2. bindi bls. 89 og 90.
Síða Jóns Páls.
aba.is


Svona gæti þá mín útgáfa verið:-)
5955 Fákur ÍS 5 og 7295 Fákur ÍS 162
Smíðaður á Horni 1930 af Frímanni Haraldssyni en Jakob Falsson kom norður um tíma og aðstoðaði hann við smíðina.  Eik og fura.  2,13 brl. 5 ha. Skandia vél.  Eigandi Frímann Haraldsson og Kristinn P. Grímsson, Horni, Sléttuhreppi frá 1930.  Báturinn var seldur 9. júní 1953 Kjartani Guðjónssyni og Gústaf Ólafssyni, Bolungarvík, sama nafn og númer.  Um 1954 var settí bátinn 12 ha. Falcon vél.  Seldur í júní 1956 Þolkeli Sigmundssyni og Eggerti Haraldssyni, Bolungarvík, sama nafn og númer.  Gunnar Th. eignast bátinn og selur hann síðan Tryggva Sigtryggssyni.

Hjá Siglingastofnun er báturinn afskráður 29. ágúst 2002 vegna stórviðgerðar. Endurgerð bátsins var unnin í Bolungarvík við Ísafjarðardjúp árið 2005 af hagleiksmanninum Guðfinni Jakobssyni frá Reykjarfirði nyrðri. 
Eftir gagngerar lagfæringar endurskráði Tryggvi Sigtryggsson bátinn, nú sem 7295 Fákur ÍS 162.  Hann hefur verið endurmældur og mældist þá 2.76 brl. þá hefur verið skipt um vél og sett í hann 11 ha. Lister vél.  Eigandi Tryggvi Sigtryggsson, Ísafirði frá 17. september 1990, þegar báturinn var endurskráður.  Ekki veit ég um núverandi eiganda af Fák.

Upplýsingar:
Dregið saman úr upplýsingunum að ofan, Íslensk skip, bátar, Heimasíða Jóns Páls og heimasíða aba.is, upplýsingar frá Gunnari Th.


7295 Fákur ÍS 162, Reykjavík 13. mars 2012


Þrátt fyrir að málið hafi verið yfir númerið má enn lesa út úr því 7295

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 318
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311723
Samtals gestir: 29921
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 06:32:05