Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

12.03.2012 21:30

Nótan 2012

Nótan uppskeruhátíð tónlistarskólanna.  Sameiginlegir tónleikar tónlistarskóla í Reykjavík voru haldnir laugardaginn 10. mars 2012 í sal FÍH.  Tvennir tónleikar voru haldnir, þ.e. kl. 11:00 voru tónleikar í grunn- og miðnámi og kl. 13:00 voru tónleikar í framhaldsnámi.  Kynnir á tónleikunum var Pétur Grétarsson tónlistarmaður.

Valnefnd skipuðu þau Sigrún Eðvaldsdóttir, Hilmar Örn Agnarsson og Kjartan Valdimarsson.

Allegro Suzuki tónlistarskólinn, sem Elín Hanna er í, tók þátt.  Þetta voru 10 stúlkur sem spiluðu Perpetual Motion eftir Carl Bohm og Elín Hanna var ein af þeim.

Nú er svo komið að hægt er að sjá atriði stúlknanna á Youtube, en atriði þeirra tókst mjög vel að mínu mati.  Slóðin er hér, http://www.youtube.com/watch?v=qq4ltCvXY4Y ef þetta virkar ekki þá er hægt að opna youtube.com, slá inn í leitarstikuna:  notan_allegroA.avi  þá getiði skoðað og hlustað á þetta frábæra lag sem þær spiluðu.  Því miður komust þær ekki áfram en úrslit Nótunnar fara fram í Hörpu n.k. sunnudag.


Stúlkurnar úr Allegro Suzuki tónlistarskólanum, 10. mars 2012


Valnefndin.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 269
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 444
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 324943
Samtals gestir: 31106
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 16:30:50