Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

21.08.2011 23:49

Menningarnótt 2011

Fjölskyldan skelti sér á menningarnótt í Reykjavík í gær, 20. ágúst 2011.  Vorum mætt á Ingólfstorg á tónleika um kl. 20:30.  Torgið var fullt af fólki og erfitt var að finna sér pláss til að ná einhverjum myndum af þessum tónlistargúrúum sem stíga áttu á svið.  Fyrstur á svið eftir að við mættum á svæðið var Steindi jr.  Dóttirin fýlaði hann en ég verð að viðurkenna að ég var ekki eins hrifinn.  En það er nú bara svo.  Næstur á svið var Bubbi sjálfur, hann var ok.  Jet Black Joe stigu á sviðið og voru frábærir, næst var Ragnheiður Gröndal og fannst mér hún ekki alveg nógu góð þó frábær söngkona sé.  Náði að komast að sviðinu, en ég hafði kosið að vera bara með 18-55 mm. linsuna og þurfti því að komast nær til að ná einhverjum myndum. 
Stjórnin var næst og náði vel til fólksins með Eurovison laginu sínu og Selma Björns tók við með sínu Eurolagi.  Fólki líkaði þetta vel.  Greifarinir náðu vel til fólksins meðal annars með frystikistulaginu, Ellen Kristjáns söng Angel og var það mjög vel gert.  Þá var komið að tveimur af eldri kynslóðinni, Pámi Gunnarsson gerði nánast allt vitlaust þegar hann kom og næstur á eftir honum var Egill Ólafsson, þessir tveir gáfu ekkert eftir og voru langbestir að mér fannst af öllum sem á svið stigu.  Páll Óskar kom á eftir þeim og hann var frábær en mér fannst Pálmi betri.  Sálin hans Jóns míns var næst, alltaf traustir.  Stebbi kallaði því næst á Eyva og sungu þeir Nínu við mikinn fögnuð áhorfenda.  Eyvi kallaði því næst á Bó sjálfan og sungu þeir saman.  Bó fékk síðan Siggu Beinteins með sér í eitt lag og svo bættust Páll Óskar og Pálmi við og þau fjögur kláruðu tónleikana.  Mér fannst þessir tónleikar flottir og þakka kærlega fyrir mig.  Setti inn nokkrar myndir frá þessu menningarkvöldi, þið getið smellt á efstu myndirnar og þá opnast menningarnæturalbúmið.  Vonandi hafiði gaman af en þetta eru mikið myndir af þessum frægu sögvurum okkar.


Stjórnin á sviði, 20. ágúst 2011


Ellen Kristjánsdóttir á sviðinu, 20. ágúst 2011


Pálmi Gunnarsson var flottastur, 20. ágúst 2011


Páll Óskar í stuði, 20. ágúst 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 243
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 253
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 2889996
Samtals gestir: 219759
Tölur uppfærðar: 23.7.2019 14:04:23