Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

17.08.2011 08:28

Mærudagar á Húsavík 2011

Er komin heim aftur og þá er hægt að byrja að henda inn myndum.  Ég er enn að vinna upp myndir frá því fyrr í sumar en set svo inn á milli eitthvað sem ég hef verið að gera síðan t.d. danskir dagar í Stykkishólmi.

Fyrst eru það Mærudagar á Húsavík.  Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er mæra sérhúsvískt orð yfir nammi eða salgæti.  Húsvíkingar hafa verið duglegir í gegnum árin að taka þátt í Mærudögum m.a. með því að skreyta bæinn.  Bænum hefur verið skipt upp í þrjú litahverfi, appelsínugult, grænt og bleikt.  Ég hafði nú hugsað mér að mynda eitthvað af skreytingunum en það varð frekar lítið af því.  Hér má þó sjá einhverjar furðuverur íklæddar litum hverfanna.  Bætti við mikið af myndum inní albúm, smellið á myndirnar og þá opnast albúmið.  Góða skemmtun.

Set hér inn vísuna af myndinni fyrir appelsínugula hverfið.  Veit ekki eftir hvern vísan er, ef einhver að norðan les þetta endilega koma með það.

                                                        Hér í hverju horni sést
                                                        hjarta af gleði fullt.
                                                        Enda þykir okkur best
                                                        appelsínugult.


Velkomin í bleika hverfið.


Velkomin í græna hverfið.


Velkomin í appelsínugula hverfið.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 216
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 253
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 2889969
Samtals gestir: 219759
Tölur uppfærðar: 23.7.2019 13:26:31