Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

01.08.2011 23:45

Halsnøybáturinn

Merkilegasti báturinn á Sail Húsavík, að mínu mati, er Halsnøybáturinn.  Á vef Sail Húsavík kemur þetta fram um bátinn:
Halsnøybáturinn er einn af elstu plankabyggðu bátum sem fundist hafa á Norðurlöndum, frá u.þ.b. 100 - 300 eftir Krist. Bátarnir voru saumaðir saman með tógi úr linditrjám og róið með árum. Fyrsta og eina eftirlíkingin var búin til í Suður-Hörðalandi árið 2008.


Halsnøybáturinn 18. júlí 2011


Halsnøybáturinn 18. júlí 2011

Eins og fram kemur þá er báturinn bundinn saman með linditré.  Hvernig?  Utan af linditrénu er tekinn börkurinn og meira til.  Þetta er sett í sjó í fjóra mánuði.  Þá losnar um líminguna sem heldur trénu saman (árhringina).  Þá er hægt að fletta linditrénu sundur.  Þegar svo fari er að búa til böndin þá eru ræmurnar settar í vatn, vafðar saman og búið til reipi.


Verið að búa til reipi úr linditré.  20. júlí 2011


Reipið búið til úr linditrésræmum.  21. júlí 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 901
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 799
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 317115
Samtals gestir: 30685
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 12:55:43