Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

25.07.2011 23:45

Dagmar Aaen

Dagmar Aaen var smíðuð sem fiskikútter árið 1931 í Esbjerg, Danmörku í skipasmíðastöðinni NP Jensen og var gefið skráningarnúmerið E 510.

Skrokkurinn er smíðaður úr 6 sm. eikarplönkum á eikarrömmum (skil þetta ekki en þetta er þýðingin)  Bilið milli ramma er oft það lítið að hnefi kemst varla á milli.  Skipið var mikið notað á Grænlandssvæðinu vegna styrks skrokksins og byggingarefnis hans.  Ferðir í gegnu ísilögð svæði, mánaðarlegur í frosnum flóum og fjörðum var aðstæður sem þessi skip þoldu.
Hinn frægi könnuður, Knud Rasmussen valdi einungis svona skip fyrir einn af leiðöngrum sínum á Norðurskautið.

Dagmar Aaen var notað til fiksveiða til ársins 1977.  Niels Bach keypti skipið árið 1988 ásamt Peters skipasmíðastöðinni í Wewelsfleth Þýskalandi og Skibs & Bædebyggeri skipasmíðastöðinni í eigu Christian Jónsson í Egernsund Danmörku.

Dagmar Aaen mætti á Sail Húsavík undir stjórn Arved Fuchs verndara Sail Húsavík eins og fram kemur á síðu Hafþórs Hreiðarssonar.


Fáni:                                     Þýskaland
Byggingarár:                          1931
Skipasmíðastöð                     N.P. Jensen Shipyard í Esbjerg, Danmörku
Byggingarefni:                        6 cm Eikarplankar á eikar ramma
Skrokkur:                               Húðuður með 6 mm sérstöku áli
Stefni, skutur og kjölur:           Styrktir með allt að 3cm af stáli
Dekk:                                    Klætt með Oregon Pine
Mastur og toppur mastur:        22 metra hátt úr Douglas Pine
Heildarlengd:                          24 metrar
Breidd:                                   4,80 metrar
Djúprista:                               2,50 metrar
Brúttótonn:                             27
Seglin:                                   220 fermetra
Vél:                                       Callesen Diesel, 3 strokka, 180 h.p.


Dagmar Aaen siglir á Skjálfanda, 22. júlí 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 804
Gestir í dag: 163
Flettingar í gær: 570
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 326048
Samtals gestir: 31291
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 23:35:50