Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

25.07.2011 09:47

Pirola

Pirola var líklega tekið í notkun um 1910, en byggingarár og skipasmíðastöð eru ekki vitað en skipasmíðastöðin var líklega í Hollandi, skipið er stálskip.  Það var líklega notað sem flutningaskip í strandsiglingum í upphafi.   

Árið 1947 var hún endursmíðuð og fékk sína fyrstu vél. Fram til 1969 hét skipið "De drie Gebroders" og var notað til fiskveiða.  Með sölu til Borkum fékk það nafnið Pirola og nýja 6 cyl. Henschel 80 hestafla vél. Skipið var enn notað til fiskveiða og fleiri verka.
Eftir tíð eigandaskipti var skipið komið í hörmulegt ástand, en árið 1983 keypti Elbarms Roland Aust ásamt vinum sínum skipið og fram til 1990 voru þeir að gera það upp. Til að bæta siglingagetu skipsins var sett í það 17 tonna kjölfesta og síðar var sett teak á þilfar skipsins.

Árið 2008 var skipið yfirfarið og ný Henschel 184 hö, 6 cyl. vél sett í bátinn.  Þá voru möstur og reiðar yfirfarnir.  Seglin eru 204 fermetrar að stærð, heildarlengd skipsins er 25 m., breidd er 4,16 m., það ristir 1,70 m.


Pirola á Skjálfanda, 22. júlí 2011.  Vésteinn til hægri.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 1721
Gestir í dag: 125
Flettingar í gær: 810
Gestir í gær: 163
Samtals flettingar: 327775
Samtals gestir: 31416
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 13:54:26