Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

13.06.2011 23:11

13. júní 2011

Loksins fór ég út eftir rúmlega viku veikindi, nældi mér í smá lungnabólgu svona rétt til að krydda tilveruna svolítið.  Ákvað að kíkja hvort ég fyndi ekki einhverja sem væru að leggja lokahönd á einhverjar tryllur sem ætluðu að skreppa á Bátadaga 2011.  Ég var ekki svo heppinn en ég hitti á Hilmar F. Thorarensen eiganda Hönnu ST 49 og myndaði helstu breytingar.  Uppfærði aðeins sögu Hönnu eftir viðtal við Hilmar, sjá hér http://rikkir.123.is/blog/record/511284/


Hilmar F. Thorerensen eigandi Hönnu ST 49.  13. júní 2011

Þá kíkti ég á Reykjavíkurhöfn en þar er aldrei neitt að sjá þó svo maður taki alltaf myndir.  Tel þetta vera Grænlending miðað við nöfnin sem á honum voru.  Þá tók ég eina mynd í Hafnarfjarðarhöfn í dag. Var örlítið of seinn því þeir voru á sjóbrettum og létu draga sig á hraðbáti.  Náði bara mynd þegar báturinn kom inn í höfnina.


Inuksuk 1, frá Iqaluit ex Salleq frá Nuuk. Reykjavíkurhöfn 13. júní 2011


Þessi var að draga stráka á sjóbrettum en missti af því.  Hafnarfjarðarhöfn 13. júní 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 120
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 160
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 2897287
Samtals gestir: 221412
Tölur uppfærðar: 20.8.2019 11:37:18