Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

22.05.2011 21:50

HeimSendirinn

Eins og flestir vita þá var spáð heimsendi í gær, 21. maí 2011 kl. 16:00.  Ofan á þetta kom svo þetta eldgos í Grímsvötnum, Vatnajökli.  Konan mín kom með skýringu á þessu öllu saman, HeimsEndirinn væri ekki heimsendir heldur væri þetta HeimSendir með gosi = sendill með kemur með pizzuna og gosið til þín.  Ekki er það neinn heimsendir.
Ég skrapp aðeins austur á bóginn í dag.  Sá strax að vindar voru norðaustlægir og því sá ég ekki gosmökkinn fyrir ösku.  Ég ákvað því að kíkja eftir fuglum sem nóg var af en þeir gáfu lítið færi á sér.  Hins vegar þá var ég mikið að hugsa um þetta öskuský eða öskubakkann eins og ég vildi kalla þetta.  Svona sá ég þetta.  Nú er svo þessi öskubakki kominn að höfuðborgarsvæðinu, myndir koma síðar.


Myndin tekin á Stokkseyri, öskubakkinn sést bak við hesthúsið og til hægri.  22. maí 2011


Hestar á túni, öskuskýið eða bakkinn er þarna á bakið.  Sér ekki til himins.  22. maí 2011


Öskuskýið.  22. maí 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 229
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 1898
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 318341
Samtals gestir: 30696
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 07:11:54