Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

08.04.2011 22:19

Baldur

Baldur var smíðaður í Hvallátrum árið 1936 af  Valdimari Ólafssyni fyrir Þórð Benjamínsson í Hergilsey, síðar Flatey.  Upphaflega var sett í bátinn 2 cyl. Albin vél en í dag er í honum 1 cyl Sabb.
Árið 1947 var sett í bátinn 14. ha. Albin vél.  Þórður seldi bátinn 1971 Daníel Jónssyni, Dröngum Skógarströnd.  1973 var sett í bátinn 10. ha. Sabb vél.

Varðandi byggingarárið þá hef ég bæði séð 1936 og 1938, Hafliði getur vonandi leyst úr þessu.

Hafliði kom með Baldur með sér frá Reykhólum um mánaðarmótin febrúar/mars til að geta notað lausan tíma til að halda viðgerðum áfram.

Núverandi eigandi Baldurs er Bátasafn Breiðafjarðar.

Upplýsingar:
Hafliði Aðalsteinsson, munnlegar upplýsingar.
Íslensk skip, bátar eftir Jón Björnsson.


Baldur, Kópavogur 05. mars 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 284
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1898
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 318396
Samtals gestir: 30697
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 08:27:10