Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

14.03.2011 08:50

Auðnutittlingur

Rakst á nokkra auðnutittlinga sem voru að gæða sér á kræsingum.  Held að þetta séu einhverslags fitukúlur með korni í.  Alla vegna þá rifu þeir þetta í sig.  Auðnutittlingar er lítil, rákótt  grábrún finka með stutt stél. Hann er kvikur og fimur þegar hnn leitar sér ætis í trjám og öðrum gróðri.  Er oft í lotum hópum utan varptíma.  Helsta fæða er frá, aðallega af birki og svo skortdýr.   
Kjörlendi auðnutittlinga er brikiskógar og kjarr auk þess ræktað skóglendi og garðar.  Hann gerir sér hreiður í trjám og runnum.  Það er lítil vönduð karfa úr sinu og öðrum gróðri, fóðruð með hárum og fiðri.  Verpir venjulega oftar en einu sinni á sumri. 
Meiri upplýsingar má finna á vef fuglavefsins, slóðin hér að neðan.

Heimildir: Fuglavefurinn http://www1.nams.is/fuglar/details.php?val=1&id=28


Auðnutittlingur, Hafnarfjörður 13. mars 2011


Auðnutittlingur, Hafnarfjörður 13. mars 2011


Auðnutittlingur, Hafnarfjörður 13. mars 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 223
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 500
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 332565
Samtals gestir: 31559
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 16:42:33