Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

26.02.2011 12:39

Útsvar

Ég horfi stundum á spurningaþáttinn Útsvar.  Haf gaman af að sjá þessa viskubrunna svara.  Sumir þeirra virðast vita allt.  Svo koma spurningar eins og í gær að sýnd var mynd af fuglum.  Þetta var mitt áhugasvið og svaraði strax og ég beið eftir svari þeirra sem áttu að svara en, nei, þau gátu þetta ekki.
Kíkjum aðeins á þetta.  Hér er myndin sem var sýnd í sjónvarpinu, að vísu var textinn ekki en þessi mynd er af vef Jóns Baldurs Hlíðberg http://www.fauna.is/

Hér er myndin sem þeir sýndu í sjónvarpinu.  Flott teikning eftir Jón Baldur Hlíðberg af hávellupari.  Karlfuglinn er framar, með langar stélfjaðrir og þarna í sumarbúningi.  Ég man ekki hvort liðið var á undan en svar fyrra liðsins var Urtönd.  Rangt.


Urtönd

Hitt liðið fékk nú tækifæri til að svara.  Ekki voru það neitt skárra og svar þeirra var Straumönd.  Rangt.


Straumönd

Ég verð nú að segja fyrir mitt leiti að ég varð fyrir svolitlum vonbrygðum með bæði þessi lið.  Þau geta svarað hvað allir stjórnmálamenn heita hvar í heiminum sem þeir búa.  Þeir geta svarað öllu varðandi Íslendingasögurnar, goðafærðina og hvað þetta heitir nú allt saman.  En þegar mynd af, eigum við að segja íslenskum fugli kemur þá......................ekkert svar.
Þetta minnir mig að atriði í bíómynd sem ég sá eitt sinn.  Maður sem tók þátt í spurningakeppni í útvarpi og það var alveg sama hverju hann var spurður að, hann gat svrað öllu.  Svo lagði hann verðlaunaféið undir fyrir næsta þátt og hann var búinn að safna svo miklu að stöðin færi á hausinn ef hann tæki þetta út.  Þá datt einum í hug að leggja fyrir hann spurningu um hann sjálfan, þ.e. hvert nafnnúmerið hans væri?  Hann gat ekki svarað því, snéri tölum við og þar með tapaði hann.  Kæru þáttakendur lítið ykkur nær:-)
Svo ég hætti nú að gera lítið úr þessum þátttekendum þá finnst mér þeir frábærir og vitneskjan er alveg með ólíkindum.  Það er bara þetta, þegar loksins kom spurning sem ég, kvartvitinn, vissi svarið við þá stóðu þau á gati:-)

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 139
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 263
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 2904191
Samtals gestir: 223080
Tölur uppfærðar: 16.9.2019 22:05:45