Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

24.02.2011 21:25

Þrír trébátar

Hér eru þrír sem ég á kanski eftir að eltast við betur og safna upplýsingum um.  Við sjáum til með það.  Varðandi þessa gömlu trébáta sem ég eltist svolítið við þá er ég að fá ný og ný verkefni ef svo má segja.  Hef reyndar ekki komist yfir að mynda þessa báta sem ég veit um. 
Ég kíkti til Ólafs Gíslasonar til að sjá hvernig gengi með Kára.  Það sem mætti mér var að Kári var kominn út í horn, ef svo má segja og annar talsvert mikið minni kominn í staðinn.  Ólafur kvað þetta vera verkefni sem hann hafi lofað að gera fyrir margt löngu síðan.  Nú væri ágætt aðeins og breyta til og hvíla Kára aðeins og snúa sér að öðru.  Ég mun svo rukka Ólaf um sögu þessa báts.


Einn gamall, frásögn síðar.  Hafnarfjörður 23. febrúar 2011


Orion, Kópavogur 20. febrúar 2011


Aldan RE 13, Snarfarahöfn 20. febrúar 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 142
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 2904270
Samtals gestir: 223090
Tölur uppfærðar: 17.9.2019 00:40:46