Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

21.02.2011 20:31

Fjöður

Oft er það svo að ég rek augun í eitthvað sem mér finnst "myndvænt".  Ef ég ætla ekkert að gera í málinu þá truflar þetta mig rosalega.  Oft er þetta þá eitthvað mótíf sem er ekki neitt neitt en eitthvað þó.  Hér er ein af þessum myndum.  Ég sá þessa fjöður sem hékk á grein og blakti þar í vindinum.  Ég sá fyrir mér myndina og þetta endaði á ég lét sækja myndavélina fyrir mig og smellti þessari mynd af.  Eins og ég sagði, ekki neitt neitt en þó eitthvað.  Einfaldleikinn er flottur að mínu mati.  Þegar ég horfi á þessa mynd færist ró yfir mig.  Ekki má ég nú við því þar sem menn segja að það renni nú varla í mér blóðið...................... Alla vegna, hér er þessi mynd og vona ég að hún færi ykkur sömu ró og mér.  Ekki get ég nú sagt til um af hvaða fugli þessi fjöður er en miðað við staðsetningu og stærð þá væri grágæs líklegust.


Fjöður.  Kópavogur 20. febrúar 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 139
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 263
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 2904191
Samtals gestir: 223080
Tölur uppfærðar: 16.9.2019 22:05:45