Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

20.02.2011 21:40

Sigurður VE 15

Svo ég sýni nú smá áhuga á þessum bátamyndum, þá held ég að ég geti sagt að það hafi borið vel í veiði í dag þegar þessi ungi öldungur sigldi inn í Hafnarfjarðarhöfn í morgun kl. 10:00.  Siglt var beint inn í stóru flotkvína og stoppað tiltölulega stutt.  Hvað þeir voru að gera?  Ég sel það ekki dýrara en ég stal því að þá var verið að setja sínk á botninn, þeir hafi ekki fengið haffærni vegna þessa.  En þeir lögðu af stað aftur kl. 17:00.  Eins og sést þá var birtan mun betri þegar þeir fóru, alla vegna til myndatöku.


Sigurður siglir inn í Hafnarfjarðarhöfn kl. 10:00, 20. febrúar 2011


Siglt var beint inn í stóru flotkvína.  20. febrúar 2011


Sigla út úr Hafnarfjarðarhöfn kl. 17:00, 20. febrúar 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 223
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 500
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 332565
Samtals gestir: 31559
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 16:42:33