Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

19.02.2011 22:42

Húsavík fyrr á árum

Hér koma tvær myndir frá Húsavík af húsum sem eru horfin.  Ýmsar verslanir voru í Klemmu í gegnum árin og man ég m.a. eftir fata- eða íþróttavöruverslun, sjoppa og raftækjaverslun svo eitthvað væri nefnt.  Á þessu svæði sem Klemma var, er nú bílastæði að ég tel, en það sést þarna í norðausturhornið á Verbúðinni.  Fyllt var uppí þetta skarð og ofan á verbúðinni er söluskáli Norðursiglingar. 
Þegar ég var lítill fannst mér Skógargerði nánast vera uppi í sveit.  Þarna neðan við húsið var Skógargerðislækurinn.  Við lékum okkur oft við Skógargerðislækinn æskuvinirnir. 
Þið fyrirgefið en ég man ekki hvenær myndin af Skógargerði var tekin.


Klemma.  Húsavík 23. apríl 1993


Skógargerði.  Húsavík

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 139
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 263
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 2904191
Samtals gestir: 223080
Tölur uppfærðar: 16.9.2019 22:05:45