Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

14.02.2011 22:13

List?

Hvað er list?  Um það eru skiptar skoðanir og það sem ég túlka sem list getur annar túlkað eins og hvert annað rusl.  Þegar ég var að eltast við duggu dugg og fiðurfénað við Hafnarfjarðarhöfn sá ég líka þetta flotta "listaverk".  Þetta verk er ekki hægt að selja því það breytist ótrúlega hratt.
Fannst eitthvað svo einfalt við þetta, einfaldleikinn er flottur.  Djö.... hvað ég er orðinn háfleygur.  Ég á það sem sagt til að taka myndir af engu en þó einhverju.  Eigum við ekki að segja listrænar myndir svo ég sé nú faglegur.  Hvað sem öðru líður þá finnst mér eitthvað við þessa mynd og því langaði mig að leyfa ykkur að njóta með mér.   


Hafnarfjörður 13. febrúar 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 707
Gestir í dag: 144
Flettingar í gær: 570
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 325951
Samtals gestir: 31272
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 20:46:23