Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

24.01.2011 19:32

Æðarfugl í Stykkishólmi

Mikið fuglalíf er í Stykkishólmi þessa dagana og gaman að keyra niður á bryggju og skoða lífið.  Mig langar að setja hér inn tölvupóst sem barst fuglaskoðurum þann 21. janúar frá Náttúrustofu Vesturlands:

Sæl öll.
 
Hafnarvörðurinn í Stykkishólmshöfn, Hrannar Pétursson, vakti athygli mína á miklum fuglahópi við höfnina á áðan. Ég skrapp niður á höfn og skannaði hana stuttlega. Þarna var gríðarmikið líf í miklu og spennandi æti í þaraskógi alveg uppi við land (nú er fjara). Mest var af skörfum en ég áætlaði mjög gróflega að þarna (á sjónum eða sitjandi í fjörunni) væru um 400 toppskarfar, 200 hvítmáfar, 50 bjartmáfar, 1 silfurmáfur og talsverður æðarfloti, líklega 400 stk. eða svo, allt á mjög litlu svæði. Einnig voru nokkrir hrafnar í ætinu. Auðveldast var að sjá hvað hrafnarnir voru að éta en það voru 10-15 cm langir bolfiskar.
 
Hafnarvörðurinn stakk höndinni í sjóinn og skóflaði fiski upp, sem við greindum sem lýsu. Fjöruborðið nánast kraumaði af lífi.
 
Að sögn hafnarvarðarins er síldin farin af Stykkishólmssvæðinu en nokkuð er enn af henni í Grundarfirði.
 
Kveðja,
Róbert 
 
     
Róbert A. Stefánsson
Náttúrustofa Vesturlands
Hafnargötu 3
340 Stykkishólmi
S. 433 8121 / 433 8122 / 898 6638
Fax 438 1705
www.nsv.is
robert@nsv.is, nsv@nsv.is

Því miður varð ég ekki alveg svona heppinn eins og Róbert lýsir í sínum pósti en fuglafjöldinn var mikill.  Toppskarfar um allt, á öllum skerjum og ég get staðfest að þeir voru allavegna 400, æðarflotinn fannst mér vera talsvert stærri en Róbert segir en ég reyndi ekki að slá tölu á þá.  Set hér inn einhverjar myndir af æðarfuglum svona til að gefa ykkur smá innsýn í þetta. 


Hér sést talsverður æðarfuglafloti sem liggur í Ess út úr höfninni.  Stykkishólmur 23. janúar 2011


Þegar bátar fóru út úr höfninni kom styggð að fuglinum.  Stykkishólmur 23. janúar 2011


Meiri gusugangur.  Stykkishólmur 23. janúar 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 912
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 299
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 333553
Samtals gestir: 31654
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 20:15:10