Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

14.11.2010 23:45

Fuglamyndir

Skrapp og leit eftir fuglum í dag 14. nóvember 2010.  Eins undarlegt og það hljómar þá kíkti ég í þrjá krikjugarða og það var mikið líf í þeim öllum.  Já, ég stend við það.  Í Garðakirkjugarði sá ég músarindil, nokkra skógarþrestir, þrjá svartþresti og fjóra hrafna.  Í Hafnarfjarðarkirkjugarði var mikið af skógarþröstum, nokkrir auðnutittlingar og nokkrir svartþrestir (10).  Í Fossvogskirkjugarði var allt iðandi af lífi, skógarþrestir í tugatali, svartþrestir (15+), auðnutittlingar og einn músarindill.  Sem sagt mikið líf í kirkjugörðum á höfuðborgarsvæðinu.  Tók eitthvað af myndum sem sjá má í albúmum með nöfnum þessara þriggja hér fyrir neðan.


Auðnutittlingur kroppar í reyniber.  Fossvogskirkjugarður 14. nóvember 2010


Skógarþröstur kroppar í reyniber.  Fossvogskirkjugarður 14. nóvember 2010


Svartþröstur rennir reyniberi niður.  Fossvogskirkjugarður 14. nóvember 2010

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 878
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 299
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 333519
Samtals gestir: 31649
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 19:10:58