Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

24.08.2010 22:17

Dúfunum gef.., neeeeii, kríunum gefið

Þegar ég var úti í Flatey á Breiðafirði fyrsta ágúst varð ég vitni af því að stúlka var að gefa kríum fisk líkt og hún væri að gefa dúfum.  Mér þótti þetta undarlegt því kríurnar eru nú frekar árásagjarnar svona yfirleitt í Flatey.  Greinilegt var á þessu að þær voru hreinlega að drepast úr hungri.  Víða var farið að gefa kríum fisk og voru þær komnar um leið og einhver setti fisk út.  Ég tók myndir af þessu því mér fannst þetta mjög sérstakt og vildi eiga þetta á mynd.  Kannski er þetta ekkert sérstakt, en ég hef aldrei séð þetta áður. 

Þetta minnir mig á atvik sem ég sé alltaf eftir að hafa ekki myndað.  Gerðist á Húsavík fyrir mörgum árum síðan, þegar ég bjó þar.  Ég ók niður á bryggju til að kíkja eftir fuglum til að mynda.  Ég sá ritu sitja á bryggjukantinum og stoppa bílinn minn þannig að ég geti tekið mynd út um farþegarúðuna.  Færið var um 6 metrar.  Þegar ég lyfti myndavélinni heyri ég og sé í speglinum að tveir strákguttar eru að koma til að veiða þarna.  Ég hugsa sem svo að þeir fæli rituna upp og legg því myndavélina frá mér í sætið.  Strákarnir koma og þegar þeir koma að vinstra afturhorni bifreiðarinnar þagna þeir.  Þeir ganga að ritunni og setjast við hliðina á henni.  Svo strúka þeir henni tvisvar sinnum og þá flaug hún á brott.  Ég sat eins og asni með opinn munn og fylgdist með þessu.  Kem alltaf til með að sjá eftir þessu og þetta er enn sárara þar sem ég hafði myndavélina með mér og við hendina tilbúna til að smella af.

Sem sagt ég ætlaði ekki að missa af þessar stúlku gefa kríunum og hér má sjá myndir af því.  Fleiri myndir svo í albúmi af þessu atviki.  Læt myndirnar tala fyrir mig.








Flatey 01. ágúst 2010

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 424
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 75
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 332266
Samtals gestir: 31519
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 17:28:24