Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

07.01.2010 10:40

Að hugsa upphátt

Verð að leiðrétta það sem ég hef sagt hér að neðan.  Haffi leiðrétti mig og efsta myndin er ekki af 162 heldur 1291.  Læt hitt standa en leiðrétti líka undir myndinni.  Svona er það nú, ekki er ég nú betri í þessum bátum en þetta.:-)


Ég hef verið nokkuð duglegur að skoða síður hjá öðrum áhugamönnum um báta.  Ég er ekki sá duglegasti við bátana en hef verið að taka þá inn líka.  Flestar mínar myndir eru af bátum við bryggju og eru skiptar skoðanir manna um þær myndir.  Ég held minni síður úti mér til gamans og öðrum til ánægju, vona ég alla vegna. 

Emil Páll er einn af þessum áhugamönnum sem heldur úti síðu/m þar sem hann setur inn báta og upplýsingar um þá.  Hann hefur verið duglegur við að setja inn myndir af sama bátnum með hinum ýmsu nöfnum og hef ég gaman af því að skoða þetta, sjá hér http://emilpall.123.is/

Þetta varð til þess að ég fór að skoða myndasafnið hjá mér til að sjá hvort ég ætti myndir af sama bátnum með fleiri en eitt nafn og viti menn svo undalega vildi til að ég fann alla vegna tvo þ.e. 2660 Arnar SH157 sem getið er hér á undan og einnig 162. Arnar SH157 - Fagraklett HF123 - Polaris.  Veit að ég get fundið einhverja fleiri en held að þessi eigi metið hjá mér, þ.e. þrjú nöfn.  Ætal ekki að setja inn neinar upplýsingar um þennan bát hér heldur vísa í síðu Emils Páls http://emilpall.123.is/blog/record/417252/


1291 en ekki 162. Arnar SH157 í Stykkishólmi 27. maí 2008


162. Fagriklettur HF123 í Hafnarfjarðarhöfn 13. september 2008


162. Polaris í Reykjavíkurhöfn 10. maí 2009

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 821
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 299
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 333462
Samtals gestir: 31636
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 16:55:09