Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

20.09.2009 23:07

123 og fleira

Þungskýjað, súld, jafnvel rigning en samt verður maður að taka myndir.  Þetta er náttúrulega bara bilun.  Tók myndir af bátum í Hafnarfjarðarhöfn og í Reykjavíkurhöfn og eru þær í skipamöppunni.  Fyrsta myndin hér að neðan er úr Hafnarfjarðarhöfn og hef ég velt þessu fyrir mér í nokkra daga.  Eins og þið getið séð þá er bátunum raðað eftir lit, myndin er tekin með það í huga.  Önnur myndin er tekin í Reykjavíkurhöfn og sýnir 1977. Júlíus Geirmundsson ÍS 270.  Það mætti alveg fara og skvera botninn á honum.  Þriðja myndin er tekin í Hafnarfjarðarhöfn og sýnir 1081.  Valþór NS 123.  Fannst ágætur endir á þessari færslu að hafa 123.


Í Hafnarfjarðarhöfn 20. september 2009.


1977. Júlíus Geirmundsson ÍS 270 í Reykjavíkurhöfn 20. september 2009


1081.  Valþór NS 123 í Hafnarfjarðarhöfn 20. september 2009

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 482
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 570
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 325726
Samtals gestir: 31230
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 11:58:44