Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

20.09.2009 22:52

Ekki alltaf sól.........

Ég hef reynt að fara og mynda eins og tíminn hefur leyft.  Það hefur nú ekki alltaf verið sól en það er reyndar svo að það er ekki alltaf sól á Íslandi.  Þurfa allar myndir að vera teknar í sól?  Ekki finnst mér það og því setti ég inn nokkrar sem hafa verið teknar núna á síðustu dögum.  Þegar ég tók fyrstu mynd hér að neðan þá var skýjað og súld.  Sólin náði þó að skína lítillega í gegnum skýin.  Hér náði sólin í gegn og lýsti upp Hamraborgina og þegar ég sá þetta datt mér strax í hug Alcatras.  Á annarri myndinni er ég staddur í Grafarvogi fannst mér þetta geta orðið þokkalegasta mynd fyrir utan alla ljósastaurana.  Á þriðju myndinni sá ég regnbogann og endinn á honum var yfir Flensborgarskóla.  Sagt er að við enda regnbogans sé gull!  Er ekki menntun gulls ígildi þannig að það er kanski eitthvað til í þessu.  Fleiri myndir eru í Íslandsmöppunni.


Alcatras?  Myndin tekin 19. september á Álftanesi.


Skuggamyndir.  Myndin er tekin 13. september í Grafarvogi.


Flensborg í Hafnarfirði 19. september 2009

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 161
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 160
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 2897328
Samtals gestir: 221414
Tölur uppfærðar: 20.8.2019 12:44:39