Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

09.09.2009 09:08

Kría var það heillin

Sagt er að margt sé líkt með mönnum og dýrum.  Þetta er að mínu viti rétt á margan hátt.  Ég hef gaman af fuglum og fylgist með þeim og mynda þá oft.  Það hefur róandi áhrif á mig að komast út í náttúruna og skoða/mynda fugla.  Ég hef að vísu verið frekar rólegur í þessu upp á síðakastið en þetta er að koma meira og meira inn aftur hjá mér.  Til að sýna ykkur hvað ég sé svipað hjá mönnum og dýrum langar mig að tala um kríuna.  Þetta dæmi má heimfæra á mjög mörg önnur dýr.  Svo er eitt, maðurinn er DÝR svo það er eðlilegt að eitthvað sé sammerkt.
Margir kvarta undan kríunni.  Kalla hana skaðræðisfugl, stórhættulega o.s.frv.  Ég er ekki á sama máli og aðrir því ég elska kríuna.  Þetta er einn af fallegri fuglum sem hér verpa.  Sumir segja að gargið í kríunni sé svo leiðinlegt og svo renni hún sér í hausinn á manni og meiði mann.  Gargið er margvíslegt hjá kríunni.  Það er gaman að heyra hvernig það breytist þegar maður nálgast hreiður t.d.  Það heyrist nánast alltaf eitthvað í kríunni, smá kvak eða kliður.  Þegar krían flýgur svo yfir þig þá kemur eitt svona viðvörunargarg, nokkuð ákveðið (passaðu þig góði).  Ef þú heldur áfram koma nokkur hávær görg í viðbót (ég var búinn að vara þig við).  Síðan kemur oft ein og rennir sér að þér og gargar (ef þú ferð ekki þá verða vandræði).  Síðan kemur hávært garg og þá kemur hersveitin og ræðst gegn þér (hafðu þetta góði).  Stundum höggva þær í hausinn á mér.  Persónulega finnst mér verra að stinga mig á nál.  Alltaf þegar ég er í Flatey á Breiðafirði þá fæ ég gat á hausinn, hef mest verið með fjögur göt í einu og blóðtaumana lekandi niður úr hárinu.  Þetta grær allt saman og ég get ekki beðið með að komast aftur í kast við kríuna í Flatey.  Ég elska kríuna. 
Sett þú þig í spor kríunnar.  Hvað myndir þú gera ef einhver maður sem þú þekktir ekki myndi ganga að barninu þínu?  Myndir þú ekki fara í vörn? Ef hann tæki svo barnið?  Þú myndir garga, ráðast jafnvel á hann, lemja hann í hausinn með töskunni þinni eða eigum við kanski að segja að þú myndir líklega haga þér eins og KRÍA :-)


Fyrsta viðvörun.  "Garg, ekki fara lengra góði."


Önnur viðvörun.  "Sest hér og fylgist með honum.  Ég vara þig við, ekki koma nær!"


Alltaf að marka í þriðja.  "Ég var búinn að vara þig við, hafðu þetta!"


Svo koma þær í röðum. "ÁRÁS"

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 140
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 160
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 2897307
Samtals gestir: 221412
Tölur uppfærðar: 20.8.2019 12:08:57