Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

25.08.2009 09:02

Danskir dagar 2009

Danskir dagar í Stykkishólmi voru haldnir dagana 21.-23. ágúst.  Við, stórfjölskyldan, smelltum okkur og höfðum gaman af.  Á föstudagskvöldinu var hverfagrillið og Silfurgötufólkið fór yfir í Lágholtið, n.t.t. í Himnaríki.  Þar var talað um Silfurgötufólkið sem flóttamenn, en það er nú önnur saga.  Talsvert var af fólki í grillveislunni.  Þarna var spilað og sungið.  Þegar svo "Forsetinn og formaðurinn" mættu á svæðið þá var mútum beitt til að hafa áhrif á val dómaranna á besta hverfinu.  Verð að viðurkenna að ég missti af hvaða hverfi vann.  Mæli með að það verði engar mútur á næsta ári og sjá hvað gerist þá.  Um miðnætti á föstudagskvöldinu gengum við niður í bæ og þar var talsverður hópur ungs fólks framan við gömu kirkjuna, þar var líka Einar með öllu staðsettur.  Talsverð stemming var í fólkinu.  Á laugardaginn var skrúðganga en hún var ekki mjög fjölmenn en þó fjölgaði í henni eftir því sem á leið.  Skemmtiatriði, leiktæki, sölubásar voru á hátíðarsvæðinu og ekki annað að sjá en fólk hefði gaman af, bæði fullorðnir og krakkar.  Bryggjuballið var á laugardagskvöldinu og hélt Hera Björk uppi fjörinu.  Dagskráin hennar samanstóð af gömlum góðum íslenskum lögum sem allir þekkja og var dansað og sungið.  Að mínu mati frábært bryggjuball.  Flugeldasýning var rétt um miðnættið.  Ég hef alltaf gaman af flugeldasýningum og var engin breyting þar á í þetta skipti.  Hér eru þrjár myndir og mikið fleiri í albúmi, Danskir dagar 2009.


Hverfagrillið var haldið í Himnaríki.  Stykkishólmur 21. ágúst 2009


Forsetinn og formaðurinn mættir til að taka út "múturnar".  Stykkishólmur 21. ágúst 2009


Krakkar og fullorðnir fylgjast með skemmtiatriðunum.  Stykkishólmur 22. ágúst 2009


Á bryggjuballinu var vel tekið undir í söngnum.  Stykkishólmur 22. ágúst 2009

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 216
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311621
Samtals gestir: 29917
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 04:43:27