Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

08.08.2009 13:56

Líffræðikennsla

Eitt af því sem börnin í fjölskyldunni hafa gaman af er að fræðast um ýmislegt.  Þau fylgja þá Einari afa sínum og er hann mjög viljugur að sýna þeim og útdeila visku sinni.  Í Flatey var farið á sjóinn og veiddir nokkrir þorskar í matinn.  Afi flakaði fiskinn og stóðu Ólöf Hildur, Róbert Max og Elín Hanna hjá honum og fylgdust með.  Afi sýndi þeim ýmislegt úr fiskinum, en aðallega virtist áhuginn liggja í að sjá hvað fiskurinn hafið verið að borða. Hér á myndunum fyrir neðan má sjá þegar Einar afi sýnir þeim magainnihaldið úr nokkrum þorskum sem veiddir voru, krabbar og skerjasteinbítur/sprettfiskur.  Áhugi barnanna leynir sér ekki.


Áhuginn skín úr augum barnanna.  Flatey 25. júlí 2009


Einar afi sýnir þeim allt sem hægt er að sýna þeim.  Flatey 25. júlí 2009


Magainnihald þorskanna, krabbar og skerjasteinbítur/sprettfiskur.  Flatey 25. júlí 2009

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 810
Gestir í gær: 163
Samtals flettingar: 326085
Samtals gestir: 31297
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 02:02:46