Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

05.08.2009 23:23

Garðar BA-64, elsta stálskip Íslands

Á ferð okkar um Vestfirði rákumst við á Garðar BA64 sem mun vera elsta stálskip Íslands. 


Garðar BA-64

Varað er sérstaklega við því að fara um borð enda báturinn orðinn frekar illa farinn.  Ég smellti nokkrum myndum af honum og þá tók ég tvær myndir inní hann, þ.e. ég rétti hendina inn svona rétt til að sjá hvernig þetta liti allt út.

Ef smellt er hér má sjá mynd af Garðari þegar hann var í fullu fjöri, myndina tók Snorri Snorrason að ég tel.

Á Hnjóti má sjá líkan af Garðari BA 64

Þar er rakin saga bátsins.  Þegar ég las fyrir sögu bátsins fannst mér eins og eitthvað væri ekki rétt að í þrígang var hann seldur sama útgerðafélaginu á sitthvorum staðnum.  Hér kemur alla vegna frásögnin eins og hún er skrifuð og ljósmynd af skjalinu líka sem skrifað var 1995 og ef þetta er einhver villa þá hefur hún verið þarna öll þessi ár:

Garðar

Lengd á líkani 107 sm.  Byggingarhlutfall 1/30

 

Garðar var smíðaður í Noregi 1912.  Hann var þá mældur 179 tonn og í honum var Ruston-díselvél.  Garðar kom til landsins 20. Janúar 1945 og á því ári var gerð mikil viðgerð á skipinu.

Kaupandi var Siglunes hf. Á Siglufirði.  Skipið var nefnt eftir hlutafélaginu og hér því Siglunes og einkennisstafirnir voru SI-89.

Hinn 21. október 1952 var skipið selt til Reykjavíkur og var þá nefnt Sigurður Pétur RE186, kaupandi var Skeggi hf.

Níu árum síðar, eða 14. júlí 1961 var skipið selt til Siglufjarðar á ný.  Kaupandi var Skeggi hf. á Siglufirði.  Nafni þess var breytt og hét þá Hringsjá SI-94.

Tveimur áum síðar var skipið enn selt og nú til Skeggja hf. í Garðahreppi og þá var því gefið nafnið Garðar GK-175. 
Árið 1964 var sett í Garðar 495 hestafla Lister-díselvél.

Halldór Snorrason í Reykjavík keypti Garðar 28. Desember 1967.  Hann hélt nafninu, en einkennisstafirnir urðu RE-9.  Garðar var endurmældur og mældist þá 158 tonn.

Jón Magnússon á Patreksfirði keypti Garðar 20. Nóvember 1974 og eftir það hét skipið Garðar BA-64.

Garðar var tekinn af skrá 1. desember 1981.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 485
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311890
Samtals gestir: 29929
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 09:03:21