Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

15.10.2008 10:43

Er myndin rétt?

Þegar maður skoðar myndir sér maður oft að þær halla.  Hér er ein mynd sem ég tók í Austurríki.  Eins og sjá má þá hallar myndin, það er eins og sjórinn halli inn að húsunum.  Þetta er auðvitað hægt að laga með því að skoða hvað þú ert að mynda eða snúa henni í tölvunni og klippa utanaf henni, en svona á ekki að koma fyrir nema þá þú gerir það vísvitandi og þá kemur það strax í ljós. Þessar þrjár myndir sem ég set inn hér halla allar til vinstri, kanski er það eitthvað vandamál hjá mér, þarf að skoða það nánar.


Sjóndeildarhringurinn hallar til vinstri.  Þarna hef ég horft á staðsetningu Elínar Hönnu og klettsins en gleymt sjóndeildarhringnum.

Það er eins og þessi bátur sé að sigla niður brekku!

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 427
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1898
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 318539
Samtals gestir: 30697
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 11:36:45