Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

13.10.2008 12:47

EItthvað sem truflar ?

Þegar teknar eru myndir af fólki t.d. í veislum eða ferðalögum þá þarf alltaf að hafa í huga hver bakgrunnurinn er.  Þetta litla dæmi sýnir að það þarf lítið til að eitthvað sé á myndinni til að trufla aðalefni myndarinnar. 


Hér er mynd sem EDE tók af mér og Elínu Hönnu í Danmörku.  Góð mynd af okkur, finnst mér, en þó er alltaf eitt sem truflar mig þegar ég skoða þessa mynd og það er andlit konunnar sem rammast svo skemmtilega inn af höfðinu á mér og hnakkanum á manninum fyrir aftan mig. 


Hér tók ég mynd af tengdaföður mínum og Elínu Hönnu í Saltzburg.  Þau komu sér fyrir við þennan riddara.  Rétt áður en ég smellti af kom þarna maður til að skoða í gluggann.  Veit ekkert hver hann er en að mínu mati skemmir hann þessa mynd.  Ég man ekki eftir að hafa tekið eftir þessum manni þegar ég tók myndina, horfði bara á þau tvö.


Hér er mynd af Steinþóri mági mínum tekin á þrettándanum 2008.  Frekar léleg mynd af honum.  Ég ætlaði að ná myndinni þegar henn kveikti á litlu kökunni, en þarna er hann að bakka frá og þá gerðist það flotta við þessa mynd.  Flugeldaprikið sem er bak við Steinþór, það er eins og prikið sé.........já ekki meira um það.

Ef þið eigið möguleika á því þá hugsið um hvað kemur til með að sjást á myndunum sem þið takið.  Ekki bara miða og skjóta.




Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 38
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1020
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 333699
Samtals gestir: 31681
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 01:14:08