Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

07.08.2007 01:13

Stykkishólmur um Verslunarmannahelgi

Við skruppum í Stykkishólm um verslunarmannahelgina.  Það var gott að slaka þar á og skoða sig um á Snæfellsnesinu.  Við fórum og hittum ættingja og vini í Skarðsvík, þaðan fórum við og litum á Öndverðarnes og brunninn Fálka, því næst skoðuðum við Svörtuloft.  Elín Hanna lék sér við frændur sína í Skarðsvíkinni og reyndar léku sér þar börn á öllum aldri.  Þá fór Elín Hanna og veiddi með afa sínum í höfninni í Stykkishólmi og síðan var okkur boðið í bátsferð um Breiðafjörð.  Veitt var við Þórishólma en þar sem fiskarnir voru smáir þá var þeim gefið líf.  Björg Ólöf og synir hennar voru fest á mynd.  En þessi ferð var skemmtileg og nóg að skoða.  Þeir sem vilja geta litið á albúm með myndum úr þessari ferð.

                                                                                                                          


Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 269
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 500
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 332611
Samtals gestir: 31566
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 20:56:59